Fréttir

Klofningur á Suðureyri styrkir KFÍ myndarlega

Körfubolti | 14.03.2011
Sævar Óskarsson formaður tekir við styrknum úr höndum Þorgerðar Karlsdóttur fulltrúa Klofnings á Suðureyri
Sævar Óskarsson formaður tekir við styrknum úr höndum Þorgerðar Karlsdóttur fulltrúa Klofnings á Suðureyri
Þorgerður Karlsdóttir kom færandi hendi með bréf frá Guðna Einarssyni framkvæmdastjóra Klofnings.

Bréfið hljóðar svona:

Nú er ljóst að karlalið KFÍ mun ekki spila í Úrvalsdeild Íslandsmótsins á næsta ári. Vonandi tekst þrátt fyrir það að halda því kraftmikla starfi sem verið hefur innan KFÍ áfram og viljum við leggja okkar að mörkum til að svo geti orðið. Stjórn Klofnings ehf hefur því ákveðið að styrkja starf KFÍ um 500.000. krónur til að takast á við breytt umhverfi, og afhendist það hér með.

Virðingarfyllst.
__________________________
Guðni A. Einarsson
Framkvæmdastjóri.

 

Deila