Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Eggert er sáttur!

Körfubolti | 12.06.2009
Eggert Maríuson
Eggert Maríuson
"Frábær aðstaða, góður matur og vel hugsað um alla. Þjálfararnir hafa mjög mikla þekkingu á leiknum og einnig reynslu. Tímasetning á búðunum er mjög góð. Eina sem má lagfæra er að auglýsa búðirnar miklu fyrr, þannig að maður komist með fleiri (á næsta ári)".

Eggert Maríuson, Reykjavík

Feðgarnir Eggert og sonur hans Sigvaldi hafa dvalið á Ísafirði og tekið fullan þátt í búðunum. Eggert hefur unnið með þjálfurunum og Sigvaldi við æfingar, en hann er framtíðarleikmaður KR.

KFÍ þakkar þeim feðgum samveruna og óskar þeim góðrar heimferðar. Hlökkum til að fá þá aftur á næsta ári.
Deila