Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Fyrstu gestir mættir!

Körfubolti | 07.06.2009
Fyrstu gestir koma
Fyrstu gestir koma

Gestir í æfingabúðirnar fóru að streyma til Ísafjarðar eftir hádegið á laugardegi. Ferðalagið gekk vel hjá öllum og flugið var ljúft, enda veður allt hið besta.

Krakkarnir og fengu herbergi á Vistinni sem er í 1 min göngufjarlægð frá Íþróttahúsinu. Kynntu sér svo aðstæður og einhverjir fóru í körfubolta á utivellinum á Torfnesi. Mötuneytið opnar svo með morgunmat á sunnudag (í dag), en á laugardagskvöldinu bauð Hamraborg uppá pizzutilboð með verulegum afslætti, sem vakti lukku. Kunnum við þeim bræðrum Gísla og Úlfi kenndum við Hamraborg bestu þakkir fyrir.

Deila