Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Gistirými að fyllast!

Körfubolti | 03.06.2009
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!

Nú er handagangur í öskjunum og skráning stendur sem hæst og gengur bara nokkuð vel. Helsta vandamálið er að gistirýmin sem við höfðum gert ráð fyrir í síðustu viku eru að fyllast!

Ekki er ástæða til þess að örvænta því við getum tekið við fleiri bókunum. Æskilegt er þó að þær berist í síðasta lagi á morgun, svo hægt verði að undirbúa fleiri herbergi, ef til þess kemur.

Þjálfararnir lenda í Keflavík á morgun og koma til Ísafjarðar síðar um daginn og fyrstu gestir æfingabúðanna á laugardaginn. Mikil tilhlökkun í loftinu og KFÍ mun sýna víðfræga gestrisni sína í verki á næstu dögum.

Deila