Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Hamborgarar!!!?

Körfubolti | 11.06.2009
Bergþór og Jón Kristinn
Bergþór og Jón Kristinn "sporðrenna" ostborgurum.
Lúlú bauð upp á ostborgara með frönskum í hádeginu í dag. Venjulega væri það ekki í frásögur færandi, en rétt er að upplýsa lesendur kfí síðunnar um það, að krakkarnir í búðunum hafa einhverra hluta vegna fengið það á tilfinninguna síðustu þrjá daga, að hamborgarar séu næst á matseðlinum. Ekki hefur fengist fullkomlega upplýst hver ber mesta ábyrgð á því...en ónefndur rafvirkjameistari hefur fengið stöðu grunaðs manns í því máli.
Deila