Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - KR á góðu róli!

Körfubolti | 10.06.2009
Óðinn Páll og Þórarinn við Pollinn á Ísafirði.
Óðinn Páll og Þórarinn við Pollinn á Ísafirði.
Fulltrúar Vesturbæjar Reykjavíkur og KR í búðunum eru þeir Óðinn Páll Ríkharðsson og Þórarinn Þórðarson. Strákarnir voru hressir þegar þeir voru teknir tali í morgun. Vildu skiljanlega ekki láta taka af sér myndir fyrr en þeir væru komnir í KR búninginn.

Þér sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

"Ég á ekki til orð til þess að lýsa tilfinningum mínum á þessari stundu. Nei, svona í alvöru þá er rugl skemmtilegt í körfubolta á Ísafirði. Góður hópur, góðir þjálfarar og góðar æfingar. Komum vonandi aftur næsta ár."

Deila