Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið!

Körfubolti | 06.06.2009
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!

Það er orðið ljóst að ekkert verður af komu Ratko Joksic að þessu sinni. Hann lenti í vandræðum við vegabréfsskoðun í Belgrad á fimmtudaginn og varð frá að hverfa. Landvistarleyfið var ekki gilt fyrr en daginn eftir og það stöðvaði för hans. Þrátt fyrir góðan vilja, er ekki hægt að koma honum í tíma fyrir búðirnar.

Ratko sendir þó sínar bestu kveðjur og er tilbúinn að koma síðar til þess að hitta íslenska þjálfara. Vonandi verður það hægt og jafnvel fyrir tímabilið í haust.

Deila