Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Stundatafla

Körfubolti | 06.06.2009
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008

Nú styttist heldur betur í það að æfingabúðirnar hefjist en fyrsta æfing er á morgun (sunnudag) kl. 09:30 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þátttakendur eiga að vera mættir tímanlega og hitta þjálfara.

Rúmlega 50 þátttakendur eru skráðir (5 bættust við í morgun) og verður þeim skipt í þrjá hópa. Ekki er nauðsynlegt að hafa æfingarnar tvískiptar eins og gert var ráð fyrir í fyrstu stundatöflunni (sjá fyrstu frétt af búðunum).

Stundatöfluna má sjá með því að ýta hnappinn "meira".

Stundatafla

08:00-09:00 Morgunverður
09:00-10:15 Hópur I og II - fyrri æfing
10:30-12:00 Hópur III - fyrri æfing
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-16:00 Hvíldartími og fundir þjálfara
16:00-17:15 Hópur I og II - seinni æfing
17:30-19:00 Hópur III - seinni æfing
19:00-20:00 Kvöldmatur
20:30-22:15 Æfingaleikir / Fyrirlestrar

Hópur I Þjálfari: Borce Ilievski
Hópur II Þjálfari: Momir Tacic
Hópur III Þjálfari: Nebosja Vidic

Athugið að breyting verður á þriðjudaginn (9.6.2009). Þá verður morgunverður kl. 7-8 og hópar I og II verða á æfingu frá 08:00-09:15. Hópur III verður á æfingu frá 09:30-11:00.

Deila