Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn Héraðsbúa.

Körfubolti | 11.06.2009
Eysteinn, Andrés, Hörður og Kristleifur.
Eysteinn, Andrés, Hörður og Kristleifur.
"Búðirnar eru klárlega þess virði að keyra þennan spotta (860 km x2, innskot kfí). Þeir sem ekki sáu sér það fært eru að missa miklu!"

Kristleifur Andrésson, Egilsstöðum.

Kristleifur kom til Ísafjarðar með þrjá stráka með sér, þá: Hörð Kristleifsson (10 ára), Andrés Kristleifsson (14 ára) og Eystein Ævarsson (14 ára). Kristleifur hefur fylgst með æfingum alla dagana og verið mjög skemmtilegt að fá jafn góða gesti á þá félaga.

Strákarnir eru allir mikil efni og hafa ábyggilega öðlast góða reynslu á s.l. dögum. Það verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.
Deila