Yfirlit yfir þrautabrautina. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #1, boltinn lagður ofan í körfuna án þess að snerta spjaldið. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #1, boltinn lagður ofan í körfuna án þess að snerta spjaldið. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #2, knattrak í gegnum svigstangir. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #2, knattrak í gegnum svigstangir. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #3, sending í gegnum gjörð. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #4, vítaskot. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #5, gólfsending í gegnum gjörð. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #6, knattrak í gegnum keilur og sniðskot. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Stöð #6, sniðskotið í lokin! (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Æfingar og kennsla gengu vel í dag. Nú er farið að síga á seinni hluta æfingabúðanna þessu sinni og krakkarnir hafa vanist skipulaginu vel. Allir lögðu sig vel fram og margir að taka ágætum framförum. Æfingarnar voru líkt og áður tvær í dag fyrir alla hópana. Auk þess tók hluti af elsta hópnum þátt í sýnikennslu á þjálfaranámskeiðinu sitt hvoru megin við hádegismatinn og eðlilegt að einhverjir séu byrjaðir að finna fyrir þreytu þegar líður á daginn. Í kvöld var breytt til og í stað æfinga og æfingaleikja, var farið í þrautabraut eða s.k. "Polygon".
Þrautabrautin er röð æfinga og þrauta sem leysa verður og tímataka ræður úrslitum. Veitt verða viðurkenningar í öllum flokkum í lok búðanna fyrir besta tíma í brautinni. Þrautirnar reyna á mismunandi grundvallar þætti og tækniatriði í körfuknattleik. Þetta er því skemmtileg tilbreyting og um leið létt keppni. Yfirlit yfir brautina og einstaka þrautir má líta á meðfylgjandi myndum. Úr þessu varð skemmtileg kvöldvaka og enn á ný voru það þreyttir krakkar sem fóru í koju að loknu góðu dagsverki. Búið er að setja inn myndir dagsins í myndamöppu sem má finna