Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #5.

Körfubolti | 10.06.2010
Það er alltaf fjör á æfingu hjá minniboltanum.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Það er alltaf fjör á æfingu hjá minniboltanum. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)

Vel gekk í dag hjá flestum en vissulega eru margir farnir að finna fyrir þreytu, en slíkt fylgir búðalífinu og er ekki óvænt.  Fylgt var áætlun með æfingar líkt og flesta daga.  Þjálfaranámskeið og minniboltaæfingar voru á sínum stað.  Í kvöld var rútínan brotin upp og keppt í ýmsum skotleikjum (víti og 3ja stiga).  Þeir sem best stóðu sig komust sem sagt í úrslit sem fara fram á laugardag, áður en búðunum verður slitið og sigurvegarar fá viðurkenningar fyrir árangurinn.  Hægt er að fara á myndasíðuna hér og skoða myndir frá því í dag.

Deila