Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Skráningar hefjast á mánudag - Einnig þjálfaranámskeið

Körfubolti | 23.04.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Minnum á að skráningar í búðirnar hefjast á mánudag.  Eftirspurn er mikil og viljum við því benda fólki á að vera tilbúið með skráningar á mánudag.

Samhliða búðunum verður boðið upp á þjálfaranámsskeið.

Skráningar í búðirnar og á þjálfaranámsskeiðið sendist á netfangið hsv@hsv.is, einnig hægt að skrá í síma 450-8450 eða 861-4668.

Þjálfararnir 4 sem koma munu halda fyrirlestra sem munu nýtast öllum áhugasömum og metnaðarfullum þjálfurum.

Þjálfararnir munu taka eftirfarandi atriði fyrir:

Nebojsa Vidic
2-3 svæðisvörn
Pick og roll sókn

Dragan Vasilov
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 1
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 2

Tony Radic
Hraðaupphlaup,(fyrsta sókn)
Vörn allan völlin, aggressív

Alejandro Martinez
Undirbúningur spænska landsliðsins fyrir Evrópumótið
Vörn á móti pick og roll

Nánar um dagsetningar og efni síðar.

Það verður sem sagt ekki eingöngu veisla fyrir iðkendur þetta árið, mikið í boði fyrir þjálfara.

Verð fyrir þjálfaranámskeiðið verður kr. 15.000 fyrir alla 4 dagana eða kr. 10.000 fyrir 2 daga
Deila