Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Viðbót við þjálfaranámsskeiðið

Körfubolti | 10.06.2010
Martha er með gríðarlega milkla reynslu. Mynd, BB.is
Martha er með gríðarlega milkla reynslu. Mynd, BB.is

Okkur er gleðiefni að tilkynnaað okkar frábæru afreksmenn, hjónin Jón Oddsson og Marta Ernstsdóttir munu vera með fyrirlestra í búðunum á morgun, föstudag.

Jón mun taka fyrir lyftingaþjálfun og mun fyrirlestur hans vera í stofu 17 í menntaskólanum kl. 11.00. 
Fyrirlestur Jóns er fyrir þjálfara og hóp 4, elstu iðkendurna.  Áhugasamir úr yngri hópum eru að sjálfsögðu velkomnir.

Marta mun taka fyrir Yoga fyrir íþróttamenn.  Hún mun þarna kenna teygjur, öndun, slökun og einbeitingu.  Fyrirlestur hennar verður í íþróttahúsinu kl. 13.15 og er fyrir þátttakendur búðanna og aðra áhugasama.

Deila