Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2011 - Dagur 4

Körfubolti | 08.06.2011

Æfingar gengur fyrir sig með samskonar sniði og hingað til og óþarft að telja það í smáatriðum.  Í dag voru æfingabúðirnar hálfnaðar og eins og fyrirséð var, nokkrir orðnir svolítið þreyttir, sárir og meiddir.  Ekkert þó alvarlegt svo vitað sé og krakkarnir hafa sum hver eignast nýja "bestu vini" í bæði Deep Heat (hitakremi) og Hansaplast plástrum.  Að öllu gamni slepptu er líklegt að flest séu að átta sig núna loksins á mikilvægi hvíldar á milli æfinga, sem við höfum svo vissulega staglast á frá upphafi búðanna við þau. Hafi þau að minnsta kosti lært það, er mikill sigur unnin með búðunum.

 

Hópmynd var tekin eftir að krakkarnir fengu boli búðanna afhenta og látum við hana fylgja hér með.  Annars voru æfingar fjölbreyttar og góðar, en við látum nægja að birta hérna með myndir sem segja auðvitað meira en þúsund orð.

Deila