Í sumarblíðunni við Jakann skrifuðu Kristján Pétur Andrésson og Ari Gylfason undir nýjan tveggja ára samning við KFÍ og erum við himinlifandi að hafa þessa drengi áfram hjá félaginu. Nú er starfið framundan að koma saman góðu liði og er Pétur Már þjálfari bjartur á næsta vetur sem er sem allir vita í efstu deild eftir góðan vetur í 1.deildinni.
Von er á fleiri fréttum í næstu viku. "stay tuned"
Áfram KFÍ
Deila