Fréttir

Lokahóf KFÍ tókst með eindæmum vel

Körfubolti | 07.05.2012
Sævar formaður býður alla velkomna
Sævar formaður býður alla velkomna
1 af 10

Það var margt um manninn á lokahófi mfl. og ufl. KFÍ s.l. föstudagskvöld og var Bryggjusalurinn í Edinborg þéttsetinn. Bræðurnir Sigurður og Guðmundur sem nýlega tóku við Edinborg sáu um veitingarnar og voru allir mjög ánægðir hvernig til tókst. Sævar Óskarsson endurkjörinn formaður KFÍ setti hátíðina og henti boltanum á veislustjóra kvöldins Shiran Þórissyni fyrrum leikmanni og þjálfara KFÍ og var hann heldur betur fæddur í þetta hlutverk og fuku brandarar hægri, vinstri frá honum.

 

Eftir þetta stóð Gaui.Þ upp og afhenti KFÍ peningagjöf frá Ísfólkinu og tók Sævar formaður við því og mátti sjá Guðna Ó. Guðnason gjaldkera muldra með sjálfum sér "My presious". Þá var komið að Pétri Má Sigurðsyni að veita viðurkenningar fyrir vetrarstarfið og hlutu eftirtaldið aðilar hnossið að þessu sinni.

 

Myndirnar sem fylgja eru teknar af Benedikt Hermannssyni myndameistara með meiru og kunnum við honum bestu þakkir skilið.

 

Unglingaflokkur karla:

Besti varnarmaðurinn. Hermann Óskar Hermannsson

Efnilegastur. Hlynur Hreinsson

MLÁ. Kristján Pétur Andrésson

 

Mfl. Karla:

Besti varnarmaðurinn. Jón Hrafn Baldvinsson

Efnilegastur. Kristján Pétur Andrésson

MLÁ. Ari Gylfason

 

Mfl. Kvenna:

Bestri varnarmaðurinn. Svandís Anna Sigurðardóttir

Efnilegastur. Eva Margrét Kristjánsdóttir

MLÁ. Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir

 

Þegar Pétur steig úr pontu kom Sævar formaður upp og kallaði Pétur Má upp aftur, en í þetta skipti til að veita Pétri viðurkenningu fyrir frábært starf fyrir KFÍ.

 

Þá var komið að skemmtiatriðum karla og kvenna. Jón Hrafn og Kristján Pétur fóru á kostum í þeirra ræðum, en ekkert toppaði skemmtiatriði mfl. kvenna þetta kvöldið en þær voru með "power point" kynningu um Pétur Má þjálfara og mfl. karla og tóku einnig upp myndband þar sem aðalleikarar voru drengirnir og þekkt andlit úr boltanum. Það kútveltust allir úr hlátri og eru svona tilefni þau einu sem verðskulda ekki "línuhlaup" enda er þetta vettvangur til að skemmta sér og öðrum. Einnig veittu stelpurnar Óðni Gestssyni "Fararstjóra" viðurkenningu fyrir að vera með þeim í öllum ferðum og fékk hann forláta bol með yfirskriftinni ,,þú gerir ekki rassgat einn" og er það heilagur sannleikur í félagstarfi sem karfan er.

 

það fóru allir sáttir heim eftir frábært kvöld og viljum við í KFÍ þakka öllu kærlega fyrir frábæran vetur og hlakkar okkur til að byrja aftur á morgun, en þá hefjsat formlega æfingar hjá KFÍ og er stjórn og Pétur þjálfari að ganga frá leikmannamálum fyrir veturinn og má vænta frétta þegar líður á vikuna.

 

Áfram KFÍ.

Deila