Fréttir

Lokaleikur tímabilsins hjá strákunum

Körfubolti | 19.03.2015
Nebojsa Knezevic hefur verið á mikilli siglingu undanfarið.
Nebojsa Knezevic hefur verið á mikilli siglingu undanfarið.

Karlalið KFÍ mætir Hamri í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta föstudaginn 20. mars klukkan 19.15 á Torfnesi. Strákarnir eru staðráðnir í að enda tímabilið með sigri hér heima og þá skiptir stuðningur áhorfenda máli.

 

Hamar er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Valur sem situr í þriðja sæti. KFÍ og Hamar hafa mæst tvisvar í vetur. Fyrri leikurinn fór fram í Hveragerði og unnu Hamarsmenn hann nokkuð sannfærandi. Seinni leikurinn fór hinsvegar fram hér á Ísafirði og tapaðist hann naumlega með 4 stigum. Okkar menn hafa því harma að hefna og hafa með framistöðunni í seinni leiknum sýnt að þeir get alveg unnið sterkt lið Hamars.

 

Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við bakið á strákunum í þessum síðasta leik tímabilsins!

 

Kveikt verður á Muurikka pönnunni og hamborgarar steiktir í svanga gesti kl. 18:30 svo það er óþarfi að elda heima og hægt að skella sér beint á leikinn.

 

Að vanda verður leikurinn sýndur beint á KFÍ-TV.

Deila