Fréttir

Málþing um konur og íþróttir var haldið í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 17. nóvember

Körfubolti | 20.11.2012
Birna hér að störfum á málþinginu
Birna hér að störfum á málþinginu

Birna Lárusdóttir stjórnarkona okkar sat málþing sem haldið var um s.l. helgi og var mjög fróðlegt að sitja fundinn og verður  gaman að sjá niðurstöðurnar og samantekt þegar þær liggja fyrir. Hér fyri neðan er smá frétt um þingið.

 

Málþing um konur og íþróttir var haldið í íþróttamiðstöðinni laugardaginn 17. nóvember. Um var að ræða tvö boðsþing þar sem umræðuefnið á fyrra þinginu var konur í stjórnunarstöðum innan íþróttahreyfingarinnar og á því síðara var rætt um brottfall stúlkna úr íþróttum. Helga Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og framkvæmdastjórn EHF, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður fimleikasambandsins og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdarstjórnar ÍSÍ ávörpuðu þingin. 

Þingfulltrúar ræddu málefnin, deildu reynslu sinni  og komu með tillögur að úrbótum, leiðum og verkefnum. 


Deila