Fréttir

Matic Macek til liðs við Vestra

Körfubolti | 02.08.2019
Matic í leik með Haukum síðastliðið haust. Ljósmynd: Karfan.is
Matic í leik með Haukum síðastliðið haust. Ljósmynd: Karfan.is

Slóvenski leikmaðurinn Matic Macek er genginn til liðs við Vestra. Matic er um 190 cm bakvörður sem getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Á síðasta tímabili lék hann með Haukum í úrvalsdeildinni fyrir áramót en gekk í raðir Sindra í 1. deildinni eftir áramót.

Hjá Sindra skilaði Matic 16 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali. Fyrir komuna til Íslands lék Matic nokkur tímabil í efstu deild í heimalandi sínu með liðinu KK Zlatorog í bænum Laško. Hér er því á ferðinni reynslumikill leikmaður sem mun styrkja ungt og efnilegt lið Vestra í komandi átökum í 1. deild.

Matic er væntanlegur til landsins í byrjun september. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður hann velkominn og hlakkar til samstarfsins.

 

Deila