Fréttir

Meistaraflokkur KFÍ deildarmeistarar í 1. deild karla

Körfubolti | 19.02.2012
Til hamingju strákar !!!!!!!!!
Til hamingju strákar !!!!!!!!!

Þá er það ljost eftir úrslit dagsins að ekkert lið getur náð okkur að stigum og erum við því Deildarmeistarar í 1. deild og sæti í Iceland Expressdeildinni staðreynd !!!!!!

 

Þetta er frábær árangur hjá strákunum og Pétri Má þjálfara. Núna erum við með 30 stig og aðeins með einn tapleik að baki í vetur. Við eigum eftir tvo leiki gegn Breiðblik úti og svo gegn frændum okkar úr Borgarnesi hér heima 9. mars, en Borgarnes er í öðru sæti eins og er með 22 stig og 4 tapleiki. Þetta hefur útheimt mikla vinnu og eru strákarnir og Pétur þjálfari vel að þessu komnir og erum við öll rosalega stolt af þeim

 

Það er samt ljóst að við erum ekkert að hætta og ætlum okkur sigur í þeim leikjum sem við eigum eftir. Deildin er mjög spennandi og eru liðin í 2-7 sæti í bullandi slag um sætin í umspili um sæti í IE deildinni og þar eru Höttur, Borgarnes, Hamar, ÍA og Þór Akureyri að berjast um heimavallarrétt og sæti í úrslitakeppninni.

 

Árangur KFÍ í vetur hefur verið frábær. Við enduðum í 2. sæti í okkar riðli í Lengjubikarnum og lögðum að velli bæði Hauka og Fjölni þar, en þau eru í IE deild. Og svo komust við í fjöggurra liða úrslit í Powerade bikarkeppninni þar sem við duttum út gegn Powerade meisturunum sjálfum Keflavík 77-90 í hörkuleik, þannig að uppskeran er frábær og framtíðin björt.

 

ÁFRAM KFÍ

Deila