Fréttir

Mfl. karla með tvo leiki um helgina

Körfubolti | 06.12.2012
KPA er tilbúinn
KPA er tilbúinn

Strákarnir í mfl. karla fara suður á morgun og byrja á því að etja kappi við Íslandsmeistara Grindavíkur í Röstinni í Grindavík. Það þarf varla að skrifa hér að þeir hafa á að skipa frábært lið og er valinn maður í hverri koju þar á bæ og er þetta verðusgt verkefni fyrir strákana. Leikurinn er á morgun föstudag kl.19.15 og hvetjum við Vestfirðinga sem búa fyrir sunnan að skella sér suður með sjó og hvetja þá áfram. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýnur á Sporttv.is og kunnum við þeim drengum þar kærlega fyrir þessa þjónustu. Stuðningfólk okkar hér heima ætlar að hittast á Húsinu kl.19.00 og horfa saman á leikinn og öskra á skjáinn.

 

Seinni leikurinn í þessari ferð er svo leikur í Powerade bikarnum gegn Laugdælum og er hann á laugardag kl.14.00 á Laugarvatni. Sigurvegarar þeirrar viðureignar keppa svo gegn Stjörnunni helgina 14-16 desember í Garðabæ.

 

Áfram KFÍ

Deila