Fréttir

Níundi flokkur stúlkna upp um riðil

Körfubolti | 19.10.2016
Í leikjum KR Og Vestra var hart barist.
Í leikjum KR Og Vestra var hart barist.

Um síðustu helgi fór fram fyrsta fjölliðamót Íslandsmótsins hjá 9. flokki stúlkna. Liðið er skipað stelpum í 9. bekk í bland við yngri stelpur. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á þessu fyrsta móti vetrarins og voru að sögn Nökkva Harðarsonar þjálfara hreint út sagt magnaðar.

Stúlkunnar kepptu í C riðli en aðeins voru þrjú lið í riðlinum svo gripið var til þess ráðs að spila tvöfalda umferð. Fyrsti leikur var gegn Val á laugardag. Sá leikur var í raun aldrei spennandi því Vestra stelpur höfðu yfirhöndina allan leikinn og lokatölurnar urðu 24-62 Vestra stúlkum í vill. Næsti leikur var á gegn KR. Það var hörkuleikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Eftir mikinn spennuleik höfðu Vestra stelpur sigur 35-33 eftir að KR klikkaði á lokaskoti sínu.

Seinni dag mótsins var uppsetning leikjana sú sama og byrjuðu Vestra stelpur heldur sigurvissar gegn Val. Vals stúlkur byrjuðu betur og komustu í 4-0 en þá var eins og Vestra stelpur vöknuðu og var leikurinn algjör einstefna upp frá því, lokatölur 9-61 fyrir Vestra. Síðasti leikur helgarinnar var svo hreinn úrslita leikur gegn KR. Eftir frekar erfiðan fyrsta leikhluta rifu Vestra stelpunar sig upp og höfðu sigur 46-42. Stelpurnar sigruðu því D-riðil og leika verðskuldað í B-riðli í næstu umferð.

Frábær helgi að baki og hafa stelpunar tekið miklum framförum enda hafa þær verið duglegar að æfa í sumar og er allveg ljóst að þær eiga framtíðina fyrir sér í körfubolta.

Deila