Það eru gleðilegar fréttir fyrir KFÍ að Almar Guðbrandsson frá Keflavík hefur ákveðið að flytja vestur til okkar. Strákurinn er 19 ára og 208 cm á hæð og hefur spilað fyrir lið Keflavíkur allan sinn feril. Almar er kominn til að vera og bjóðum við hann hjartanlega velkominn. ,,Góðir hlutir gerast seint" og ,,Dropinn holar steininn" er oft sagt. Svo er hér hjá KFÍ, en við höfum ætíð haft það að leiðarljósi að styrkja okkur með íslenskum leikmönnum. Sú er að verða raunin og fögnum við þeirri þróun mjög.
Deila