Fréttir

Og þá byrjar fjörið á nýju ári

Körfubolti | 16.01.2014

Á morgun föstudag kl.19.15 er loks komið að heimaleik hjá okkur og ekki eru andstæðingar af lakari gerðinni en það er piltarnir frá Keflavík sem sitja í öðru sæto deildarinnar og hafa einungis tapað einum leik. Þeir eru með frábært lið og verður gaman að takast á við þá hér á Jakanum. Okkar strákar eru klárir, einhver smá eymsli sem skipta engu máli þegar á völlin er komið.

 

Eins og allir vita fór Jason í sólina í Brazelíu og er að gera það gott þar og meðala annars kominn á topp fimm lista í tilþrifum. En í hans stað er kominn eðaldrengurinn Josh Brown sem spilaði með KR og er hörkuleikmaður. Hann er þegar búinn að spila tvo leiki með KFÍ og var með 25 stig gegn Njarðvík og 36 gegn Þór.

 

Það er um að gera að koma snemma og fá sér borgara "A la Muurikka" sem kokkarliðið framreiðir á yndislegan hátt og verður pannan klár með matinn kl.18.30.

 

Fyrir leikinn verður mínútu þögn til heiðurs og minningar um Jonna formann KFÍ sem kvaddi okkur rétt fyrir jól.

 

Við viljum fá fólkið okkar á Jakann. Komið og hafið gaman að þessu með okkur.

 

Og að sjálfsögðu á KFÍ-TV og hefst útsending kl.18.50

 

Áfram KFÍ

Deila