Fréttir

Og þá er það Arnar Guðjónsson í hópinn

Körfubolti | 15.04.2013

Arnar Guðjónsson er einn af okkar allra efnilegustu þjálfurum. Hann hefur með miklum dugnaði náð góðum árangri á ferli sínum og verið aðalþjálfari hjá Aabyhoj í efstu deildinni í Danmörku.  Arnar byrjaði sinn þjálfunarferil hjá Sindra 2005-2007.  2007-2009 var hann aðstoðarþjálfari Fsu, 2009-2011 varð hann aðstoðarþjálfari Aabyhoj og 2011 tók hann við sem aðalþjálfari liðsins auk þess að vera aðstoðarþjálfari U-18 ára landsliðs Ísland.  Arnar er núna þjálfari U15 landsliðs Íslands. Þetta er í annað skiptið sem Arnar kemur í æfingabúðirnar en hann var hér í fyrra við góðan orstýr.

 

 

 

Deila