Fréttir

Staðfest: Vörn tekur leikina. Sigur gegn Tindastól

Körfubolti | 19.10.2012
Momci var frábær
Momci var frábær

Það var ekki mikið sem benti til þess að við væru að fara sækja stig á Sauðárkrók. Leikur okkar, serstaklega í vörn var stirð og sóknin tilviljunarkennd. Mirko byrjaði af krafti og hélt okkur inn í leiknum í upphafi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23-25. 

 

Áfram héldum við að leyfa stólunum og mikið og þeir gegnu á lagið og það er ekki oft sem við sjáum KFÍ með fjórar liðsvillur í hálfleik. Staðan 46-39 í tepásunni og Pétur tilbúinn með ræðuna sína.

 

Seinni hálfleikur var öllu jafnari og var þar piltur að nafni Momcilo Latinovic sem hreinlega fór hamförum með körfur í öllum regnbogans lit. Og við eigum lítinn pilt og ungann að nafni Stefán Diego sem sýndi sér eldri og reyndari mönnum hverngi á að berjast fyrir sínu. Hann lét boltann flæða vel og spilaði þrjátíu mínútur í kvöld. Bæði lið settu 21 stig í þeim þriðja sem minnti þó frekar á keppni í hvort lið missti fleiri bolta og staðan þegar sá fjórði og síðast byrjaði var 67-60 og fólkið sem horfði á beinu útsendinguna á Edinborg-Bistra-Bar heldur betur sitjandi á brúninni.

 

En þá klikkaði vörnin loksins og við hreinlega lokuðum og læstum á stólana. Fór svo að lokum að við tókum tvö dýrmæt stig á Sauðárkrók eftir svakalega spennandi lokamínútur. Við tókum lokaleikhlutann 16-26 og frábær sigur á erfiðum útivelli.

 

Momci fór fyrir okkar mönnum skoraði 28 stig og átti flottan leik að öllu leyti. Mirko Stefán var seigur, en lenti í villuvandræðum. Hann skilaði þó 21 stigi og tók 10 fráköst þar af 7 sóknarfráköst. B.J vaknaði í seinni helmings leiks og setti 15 stig og tók 5 ráköst. Jón Hrafn var sá sem sýndi taugar í restina á línunni og kýldi okkur saman. Hann endaði með 13 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Chris var hins vegar skugginn af sjálfum sér og á mikið inni. Hann var með 4 stig og 5 fráköst . Pance er að koma inn eftir meiðsl og á eftir að koma sterkur til leiks. Og síðast en ekki síst var Stebbi með allt sitt á þurru. Hann sýndi karakter sem þarft til að vinna leiki.

 

Lokatölur 83-86

 

Við viljum einnig þakka Tindastól-TV fyrir frábæra upptöku með snillinginn Kára Mar í hlutverki þular. Það er svo gaman þegar við fáum þroskað tal um leikina og þar fer kunnáttumaður sem skefur ekki af því.

 

Myndir frá leiknum Hjalti Árnason og karfan.is

 

Við ætlum að sýna leik KR-KFÍ sem er í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið á Edinborg hjá bræðrunum Gumma og Sigga. Það var frábært að vera þar í kvöld og ekki skemmdu hamborgaratilboðin fyrir

 

Tölfræðin

 

Áfram KFÍ

Deila