Fréttir

Stelpurnar í stúlknaflokk töpuðu báðum leikjunum í dag.

Körfubolti | 12.11.2011

Stelpurnar í stúknaflokk KFÍ léku tvo leiki í dag. Sá fyrri var gegn Haukum og var sá leikur erfiður enda stelpurnar úr Hafnarfirði með gríðarlega gott lið. Skemmst er frá því að segja að við töpuðum þeim leik, lokatölur 59-29. En þess ber að geta að seinni hálfleikur var mun mikið betri eftir að við skiptum yfir í svæðisvörn.

 

Seinni leikur dagsins var gegn Breiðablik og var allt annað að sjá til stelpnanna, mikil barátta og boltinn að ganga vel. Við töpðum þeim leik  með aðeins 9 stigum, lokatölur 39-30.

 

Sunna Sturludóttir er ekki með stelpunum vegna meiðsla og munar um minna, og er erfitt fyrir hana að sitja hér heima og geta ekki verið með.

 

Á morgun er það Þór Akureyri og ÍR. Stelpunar eru núna í skemmtigarðinum í Smáralind með Óðni Gestssyni fararstjóra sem bað um kveðjur heim.

 

Áfram KFÍ. 

Deila