Fréttir

Stór sigur gegn Hrunamönnum.

Körfubolti | 16.10.2009 Meistaraflokkurinn gerði góða ferð til vina okkar að Flúðum. Við gleymum ekki hvernig að þeir tóku okkur í bakaríið í fyrra í fyrsta leik og nú ætluðu drengirnir að hefna sín. Sú varð raunin og unnum við öruggan sigur, lokatölur 118-83.

Samkvæmt áræðanlegum heimildum var þetta sigur liðsheildarinnar og allir lögðu sitt að mörkum til þess að færa þessi tvö stig í hús.

Stig.
Craig 35
Pance 26
Matt 17
Darco 14
Hjalti 12
Toggi 6
Danni 3
Leó 3
Jón Kristinn 2

Tölfræðin úr leiknum Deila