Fréttir

Stúlkurnar unnu báða leiki sína í dag

Körfubolti | 16.10.2011
Þær stóðu sig vel
Þær stóðu sig vel

Stelpurnar snéru dæminu við í dag og unnu báða sína leiki örugglega. Fyrri leikurinn var gegn Þór Akureyri og lokatölur 38-19. Það var mjög góð barátta hjá stelpunum, en hittnin hefði getað verið betri. leikurinn var þó aldrei í hættu.

 

Seinni leikurinn var svo gegn ÍR og lokatölur 45-19. Meira verður ritað um leikina eftir að þjálfarinn kemur heim. Þá kemur stigaskor og annað krufið hér á síðunni. 

 

Stelpurnar stóðu sig vel í þessari fyrstu turneringu og unnust tveir og tveir töpuðust. Þær eru ákveðnar að gera betur næst og margt sem þær ætla að laga. En það er varla hægt að kvarta. Nú eru þær á leið heim og munu mæta hressar á leik meistaraflokk karla geg Hamri sem hefst kl. 19.15.

 

 

Áfram KFÍ

Deila