Á mánudaginn kemur, 14. ágúst, hefst seinna sumarnámskeið Kkd. Vestra fyrir börn fædd 2008-2011. Hið fyrra var haldið í júlí og tókst afar vel. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi frá 11-12 alla næstu viku, mánudag til föstudags. Hægt er að skrá börnin á lokuðum facebook æfingahópum þessa aldurshóps, fyrir þá sem eru þar inni, en einnig er hægt að skrá börnin á staðnum á mánudag. Gjaldið fyrir námskeiðið er 4.000 krónur og greiðist við upphaf þess. Það er Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari, sem stýrir námskeiðinu.
Síðsumaræfingar eldri iðkenda hefjast einnig á mánudag eftir mánaðarlangt sumarfrí frá æfingum. Þær verða kl. 17-18 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum fram að því að æfingatafla vetrarins tekur gildi í byrjun september.
Deila