Fréttir

Tap gegn Hamri á útivelli

Körfubolti | 29.11.2014
Mynd: ingvi.stigsson.is
Mynd: ingvi.stigsson.is

Í gærkvöldi lék karlalið KFÍ við Hamar í Hveragerði. Þar sem ekki var flogið neyddust strákarnir til að keyra alla leið í Hveragerði. Aksturinn og saman klemmdar fætur hafa líklega haft sitt að segja fyrir strákana því leikurinn tapaðist 110-82.

 

Í liði KFÍ var Nebojsa atkvæðamestur líkt og svo oft áður í vetur en hann skoraði 26 stig. Birgir Björn skilaði sínu og skoraði 16 stig og tók 9 fráköst. Florijan átti einnig góðan dag en hann setti 11 stig og var með 100% nýtingu í skotum sínum og 75% nýtingu í vítum.

 

Hjá Hamri voru þeir Þorsteinn Gunnlaugsson og Julian Nelson atkvæðamestir hvor um sig með 27 stig. Snorri Þorvaldsson var með 16 og Bjarni Rúnar Lárusson með 11.

 

Nánari tölfræði leiksins má nálgast á vef KKÍ.

 

Næsti leikur KFÍ er útileikur gegn FSu á Selfossi á morgun sunnudaginn 30. nóvember.

Deila