Fréttir

Tap hjá drengjaflokk

Körfubolti | 31.10.2009
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
Strákarnir eru að taka miklum framförum. Mynd Sigga Leifs
1 af 2
Fyrirfram hefðu margir talið að KFÍ drengirnir væru auðveld bráð fyrir Snægrím, en annað kom í ljós. Frá fyrstu mínútu voru okkar drengir á pari við heldur betur hávaxið lið Snægríms(Snæfell/Skallagrímur). Við fórum í alla lausa bolta og börðumst vel. Og staðan eftir fyrst aleikhluta 16-17 fyrir heimamenn og við vel inn í leiknum. Reyndar meiddist Jón Kristinn þarna og var ekki meira með í leiknum en hann byrjaði af krafti.

Áfram hélt baráttan hjá strákunum okkar og héldum við ágætlega í "tröllin" hjá Snægrím :) Staðan í hálfleik var 38-34 og við í fínum málum. Þarna voru Florijan, Stefán og Leó að skora fyrir okkur og Hákon barðist eins og enginn væri morgundagurinn við sterka stráka Snægríms.

Þriðji leikhlutin fór alveg með okkur. Þarna voru Snægrímsstrákarnir að spila mjög vel og unnu hlutann 27-14 og komu sér í þægilega stöðu. Við misstum boltann of oft og vítanýting okkar var hörmuleg (47%).

Borce talaði yfir hausamótunum á okkar drengunum í leikhlé og við tókum okkur til í vörninni og unnum fjórða leikhluta 19-16. En foskot Snægríms var of mikið til þess að koma okkur inn í leikinn og töpuðum veð leiknum með 14 stigum. Lokatölur 81-67.

Strákarnir eru að vaxa mjög og eru farnir að sýna miklar framfarir. það eina sem er að trufla okkur er einbeitingarleysi á köflum og fljótfærni. Þetta er auðvelt að laga og verður gaman að sjá þessa drengi í vetur.

Við viljum benda á tölfræðina hér fyrir neðan. Þetta var vel gert hja Borgnesingum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Endilega kíkið ná tölfræðina. Þar er hægt að sjá hvern leikmann fyrir sig, hvar hann tekur skot hvar hann hittir og ekki :)o.s.fv.

Stebbi Diego var að spila vel í vörn og sókn sem og Florijan og Hákon er stundum "ekki hægt" :) En allir strákarnir eiga heiður skilið fyrir baráttu og var einnig gaman að ferðast með þeim. Góðir drengir á ferð hjá KFÍ ! 

Tölfræði leiksins
Deila