Fréttir

Þá er komið að stóru stundinni hjá KFÍ

Körfubolti | 01.10.2012
Pétur Már þjálfari er tilbúinn. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson/bb.is
Pétur Már þjálfari er tilbúinn. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson/bb.is

Loksins er vetrarstarfið að hefjast og það af fullum krafti. Stelpurnar í meistaraflokki KFÍ hefja leik í 1.deild á sunnudaginn og leika gegn hinu feykisterka liði Hamars úr Hveragerði sem féll úr efstu deild í fyrra og ætla sér beint upp aftur. Nú stelpurnar okkar er þessu bara til að vera með og þykjast fínar með sig. Þær ætla sér árangur og verða tilbúnar í leikinn. Leikur stúlknanna er sunnudaginn 7.október og hefst kl. 14.45.

 

Drengirnir í meistaraflokk karla hefja leik gegn Skallagrím sama dag og er leikur þeirra kl.19.15. Strákarnir fóru suður um helgina og spiluðu einmitt gegn Skallagrím í fyrsta leiknum á föstudgaskvöldið s.l. og töpuðu honum sannfærandi, en það er ekki eitthvað sem við ætlum ekki að endurtaka oft og mætum dýrvitlausir til leiks. Það sem hefur háð okkur á undirbúningstímabilinu er hve lítð við höfum getað æft saman og þar af leiðandi fengið einhverja æfingaleiki.

 

En s.l. helgi var dýrmæt reynsla og fengum við þar þrjá leiki til þess að kynnast og handleika boltann. Árangurinn var viðunandi, en ekki var keppt að neinu nema að fá tækifæri á að fara yfir hin ýmsu kerfi og þau eru að koma hægt en örugglega.

 

Það verður sem sagt stór helgi hjá báðum meistaraflokkum KFÍ og er mikil tilhlökkun mikil hjá félaginu að hefja vertíðina. Við vonum að sama tilhlökkun sé hjá stuðningsfólki okkar og viljum byrja með fullt hús. Það er gömul lumma en sönn að þeir sem sitja og horfa á af pöllunum hafa það til brúks að geta skipt sköpum í leikjum, gg það hefur marg sannast á Jakanum.

 

Við verðum dugleg að setja inn fréttir í vikunni, en margt jákvætt er að gerast hjá félaginu sem við greinum frá jafnt og þétt.

 

Áfram KFÍ

Deila