Fréttir

Toppslagur í körfunni í kvöld!

Körfubolti | 16.11.2018
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á Jakanum, föstudaginn 16. nóvember. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður að sjálfsögðu boðið upp á hina óviðjafnanlegu Vestra-borgara.

Fjögur lið eru jöfn á toppi deildarinnar með 8 stig og eru bæði Vestri og Hamar þar á meðal. Þetta er því sannkallaður toppslagur!

Hamborgararnir ljúffengu fara á grillið upp úr 18:30 og því um að gera að sleppa því að elda í kvöld. Verðið er sem fyrr 1.000 kr. fyrir hamborgara og gos. Síðast seldust hamborgararnir upp svo nú verður bætt á grillið og enginn á að fara svangur heim.

Allir á Jakann!

Áhangendur liðsins sem ekki eru staddir á norðanverðum Vestfjörðum geta fylgst með í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

Deila