Fréttir

Tvíhöfði gegn Val á helginni

Körfubolti | 09.03.2017
Meistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti Valsmönnum í tveimur lokaleikjum deildarinnar á helginni. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, www.gusti.is.
Meistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti Valsmönnum í tveimur lokaleikjum deildarinnar á helginni. Ljósmynd: Ágúst G. Atlason, www.gusti.is.

Þá er komið að síðustu leikjum meistaraflokks karla í körfubolta í 1. deildinni þetta tímabilið. Tveir leikir fara fram um helgina á Jakanum gegn Valsmönnum. Fyrri leikurinn er á föstudag, 10. mars kl. 19:15, en sá síðari á laugardag, 11. mars, kl. 16:00.

Aðgangseyri er sem fyrr stillt í hóf en aðeins 1.000 krónur kostar á leikinn. Þá verða hinir rómuðu Vestraborgarar á grillinu á föstudagskvöldið.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja við strákana í þessum lokaleikjum vetrarins. Þótt sæti í úrslitakeppninni hafi runnið okkur úr greipum eru strákarnir staðráðnir í að ljúka mótinu með góðum leik og mun stuðningur áhorfenda að sjálfsögðu hjálpa til í því.

Allir á Jakann! Áfram Vestri!

Deila