Fréttir

Tvö töp gegn Hetti

Körfubolti | 31.10.2016
Björgvin Snævar Sigurðsson á vítalínunni á laugardag. Hann var stigahæstur þann daginn ásamt Hinriki Guðbjartssyni með 13 stig.
Björgvin Snævar Sigurðsson á vítalínunni á laugardag. Hann var stigahæstur þann daginn ásamt Hinriki Guðbjartssyni með 13 stig.

Topplið Hattar frá Egilsstöðum gerði góða ferð hingað vestur og lagði Vestra í tveimur leikjum á laugardag og sunnudag. Úrslit beggja leikja voru svipuð á laugardag 69-92 og á sunnudag 67-93. Í stuttu máli var toppliðið einfaldlega of stór biti fyrir Vestra að þessu sinni.

Í laugardagsleiknum fóru gestirnir betur af stað og komus tí 0-10 en þá vöknuðu Vestramenn og jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tók annar góður kafli hjá Hetti sem skoruðu aftur 10 stig gegn engu 10-20 og leiddu að honum loknum 12-23. Hattarmenn tóku völdin í leiknum upp úr þessu en Vestramenn gáfust þó ekki upp og náðu aftur að komast inn í leikinn um miðjan þriðja leikhluta og minnka muninn í aðeins 3 stig. Í fjórða leikhluta komu gestirnir svo sterkir út á parketið og mestur var munurinn 29 stig í stöðunni 52-81.

Afleit skotnýting varð Vestramönnum helst að falli í þessum leik en heildarskotnýting hljóðaði upp á 35%. Tveggja stiga skotnýtingin var upp á 44% og þriggja stiga nýtingin aðeins 19%. Einnig var okkar gamli félagi Mirko Stefan Virijevic okkur erfiðir inn í teignum en hann skoraði 28 stig og tók 12 fráköst.

Jákvæðir punktar úr leiknum voru helst tveir. Annarsvegar góð barátta og hinsvegar góð dreifing stigaskors því fimm leikmenn skoruðu yfir 10 stig í leiknum. Stigahæstir voru Hinrik og Björgvin með 13 stig, Yima var með 12 stig og Nebojsa og Adam með 10 stig hvor en aðrir voru með minna.

Tölfræði leiksins.

Í síðari leik liðanna á sunnudag mættu Vestramenn ákveðnari til leiks en fyrri daginn.  Leikurinn var jafn í fyrsta fjórðungi sem endaði 19-21 Hetti í vil. Höttur náði þó góðum spretti í öðrum fjórðungi og náði mest 17 stiga forystu sem Vestramenn náðu að saxa nður í 13 stig áður en flautað var til hálfleiks. Í þriðja fjórðungi  héldu þeir áfram að vinna sig inn í leikinn og munaði aðeins einu stigi undir lok hans 57-58. Loka fjórðungirinn fór hinsvegar illa og gestirnir refsuðu grimmt og svo fór að leiknum lauk með stórsigri Hattar 67-93.

Tölfræði leiksins.

Jakinn-TV var á staðnum og tók viðtöl við þjálfara liðanna eftir báða leikina.

Næsti leikur Vestra er gegn heimaleikur í bikarkeppninni gegn úrvalsdeildarliði Hauka mánudaginn 7. nóvember. Það er verðugt verkefni og virkilega gaman að fá úrvalsdeildarlið í heimsókn á Jakann.

Deila