Fréttir

Unglingaflokkur karla stendur í ströngu um helgina

Körfubolti | 17.02.2012
Ósakar getur ekki beðið
Ósakar getur ekki beðið

Þá,  er komið að unglingaflokk að fara suður og ekki í fyrsta skipti í vetur. Núna er verkefnið verðugt, fyrst er það fjögurra liðaúrslit í bikarkeppni KKÍ og andstæðingar okkar gríðarlega sterkt lið Fjölnis úr Grafarvogi og fer það lið sem sigrar í úrslitaleik gegn KR, en þeir vesturbæjarpiltar unnu Njarvík í hörkuleik á miðvikudaginn s.l. Þessi viðureign er sett á laugardagskvöldið kl. 18.30 í Grafarvogi.

 

Á sunnudag fara drengirnir síðan til frænda okkar í Borgarnesi og etja þar kappi við SnæGrím (Snefell/Borgarnes), en síðasta viðureign hjá þesum liðum var rosalega spennandi og verður örugglega um jafnan leik þar að ræða og hefst hann kl. 16.00 í Fjósinu í Borgarnesi.

 

Við skorum á alla að mæta á þessa leiki og styðja við bakið á framtíð íslenks körfubolta, en þessi þrjú lið eru að nota drengi sína vel í meistaraflokki síns félags og eru þeir að standa sig frábærlega. Það er engin skortur á góðum íslenkum leikmönnum og er framtíðin björt.

 

Frá leik KFÍ og Njarvíkur um s.l. helgi

 

Áfram KFÍ

Deila