Fréttir

Unglingaflokkur tapaði gegn Fjölni á Jakanum

Körfubolti | 12.11.2011
1 af 4

Strákarnir kepptu fyrr í dag gegn sterku liði Fjölni þar sem gestirnir úr Grafarvogi tóku stigin með sér í rútuna suður, lokatölur 77-60.

 

Leikrurinn bryjaði með miklu jafnræði og voru bæði lið að þreifa fyrir sér og spila fast. og var staðan eftir fyrsta leikhluta 17-20 fyrir gestina. Í öðrum leikhluta settu Fjölnispiltarnir í fluggír og tóku völdin gegn hriplekri vörn okkar og þegar haldið var til klefa í hálfleik höfðu gestirnir tekið annar fjórðung 27-13 og staðan því í hálfleik 30-47.

 

Seinni hálfleikur var í járnum og var mikil barátta hjá báðum liðum sem hélst út leikinn, en eins og glöggir lesendur geta séð endaði seinni hálfleikur 30-30 og Fjölnir tók því sigur með sér heim í farangrinum.

 

Það var annar fjórðungurinn sem fór með leikinn hjá okkur. Við misstum einbeitinguna bæði í vörn og sókn og tókum illa ígrundum skot í bland við að setja út rauða dregilinn inn í miðjuna hjá okkur til að bjóða sókn Fjölnis opin færi án þess að vera með hjálparvörnina á verði og því fór sem fór.

 

Það er ekkert að örvænta hjá okkur. Við erum á uppleið, höfum ekki mikla hæð og gætum þegið plankastrekkjara á flesta leikmenn okkar, en bætum yfirleitt úr því með mikilli baráttu. Við áttum (hefðum) átt að vera meira inn í leiknum , en hengdum haus oft og töpuðum boltum oft klaufalega. Þetta mun þó allt verða lagast þegar við slípumst betur saman og verður gaman að fylgjast með framhaldinu. það er mikið spunnið í þessa stráka og ekki má gleyma því að þarna vorum við að tapa gegn liðinu í efsta sæti í unglingaflokk.

 

Stig KFÍ. Kristján Pétur 19 og 7 fráköst (5/7 í þristum). Hlynur hreinsson 12. Sævar Vignisson 8. Leó 7., Sigmundur Helga 5. Jón Kristinn 4. Gautur Arnar 3. Óskar Kristjánsson 2.

 

Áfram KFÍ

Deila