Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka

Körfubolti | 27.04.2016

Viðburðaríkt vetrarstarf yngri flokka KFÍ er senn á enda og lýkur æfingum í flestum flokkum nú um helgina. Elstu iðkendurnir eru þó enn í Íslandsmótum og verður reglulegum æfingum þeirra haldið áfram út maí eða fram að Körfuboltabúðum KFÍ.

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin með pomp og prakt næstkomandi mánudag, 2. maí, og fer hún fram í íþróttahúsinu Torfnesi. Hátíðin hefst kl. 18 með afhendingu viðurkenninga, farið verður í skemmtilega leiki og slegið upp myndarlegu pylsupartíi í lokin. Allir iðkendur KFÍ eru hvattir til að fjölmenna ásamt foreldrum og öðrum velunnurum félagsins. 

Deila