Fréttir

Útileikur gegn Keflavík í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins

Körfubolti | 27.01.2012
Keflavík-KFÍ hljómar vel
Keflavík-KFÍ hljómar vel

Núna rétt í þessu var verið að draga í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins og fengum við útileik gegn Keflavík og mun leikurinn verða annaðhvort sunnudaginn 4. febrúar eða mánudaginn 5. febrúar. Það er mikil tilhlökkun hjá strákunum að fara í þetta verkefni.

 

Keflavík er með skemmtilegt lið og verður gaman að kljást við þá.

 

Hugurinn verður settur á fullt í þetta verkefni eftir næstu tvo leiki sem við erum að einbeita okkur að í 1. deildinni þar sem við eigum tvo leiki. Fyrst hér heima gegn Árnann á sunndaginn n.k. kl. 18.00 og svo útileik gegn Þór á Akureyri föstudaginn 3. febrúar. kl.19.15 Það er því nóg að gera hjá drengjunum.

Deila