Fréttir

Vel mætt í jólaboltann

Körfubolti | 28.12.2013
Hópurinn í ár var ekki af verri endanum.
Hópurinn í ár var ekki af verri endanum.
1 af 2

Vel var mætt í jólaboltann á aðfangadaginn en hann var haldinn í 34. skiptið samkvæmt kunnugum. Mátti þar sjá margar gamlar stjörnur sem keppt hafa fyrir félagið í gegnum tíðina og sýndu þeir margir að þeir hafa litlu gleymt þrátt fyrir stækkandi vömb og hækkandi aldur.

 

Það fór svo að lokum að lið skipað Björgvin Sigurðssyni, Birgi Péturssyni, Daníel Þorsteinssyni, Unnþóri Jónssyni og Viðari Júlíussyni stóðu uppi sem siguvegarar.

 

Myndasafn frá boltanum

Deila