Fréttir

Vestri tekur á móti Snæfelli heima

Körfubolti | 31.01.2019
Meistaraflokkur karla tekur á móti Snæfelli á föstudag.
Meistaraflokkur karla tekur á móti Snæfelli á föstudag.

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti Snæfelli í 1. deild karla hér heima á Jakanum næstkomandi föstudag, 1. febrúar kl. 19:15.

Bæði lið eru á uppleið en í síðustu umferð lagði Vestri efsta lið deildarinnar og Snæfell landaði sínum fyrsta sigri í deildinni í síðustu umferð gegn Sindra. Það er án efa skemmtileg viðureign framundan á föstudaginn.

Grillmeistarar Vestra mæta galvaskir og fyrstu borgararnir verða klárir a.m.k. hálftíma fyrir leik. Það er því um að gera að sleppa því að elda kvöldmat og njóta Vestraborgaranna sem kosta sem fyrr litlar 1.000 kr með gosi.

Við hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við Vestramenn! Fyrir áhangendur liðsins sunnan heiða má benda á að leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

Áfram Vestri!

Deila