Fréttir

Vetrarstarfið að hefjast

Körfubolti | 22.08.2012
Minniboltinn á góðri stundu
Minniboltinn á góðri stundu

Nú þegar skólar eru komnir í gang styttist í að æfingatafla vetrarins birtist.

 

KFÍ mun bjóða upp á æfingar fyrir stráka og stelpur frá 10 ára aldri í Torfnesi og frá leikskólaaldri að Austurvegi.

 

Fyrir liggur að 7 yngri flokkar munu taka þátt í íslandsmóti, minniboltahópar munu fara á sín mót og að ógleymdum meistaraflokkunum okkar.  Spennandi vetur er framundan í úrvalsdeild hjá meistaraflokki karla og í 1. deild  hjá meistaraflokki kvenna.

 

Æfingatafla ætti að vera klár strax í byrjun næstu viku og viljum við biðja alla að fylgjast vel með hér á kfi.is.

 

Öflugir þjálfarar undir öruggri stjórn Péturs Más Sigurðssonar yfirþjálfara félagsins og aðstoðarlandsliðsþjálfara munu sinna þjálfun.

 

Deila