Fréttir

Vinnusigur gegn sprækum skagamönnum

Körfubolti | 28.10.2011
Cris var frábær í kvöld
Cris var frábær í kvöld
1 af 2

Kútter Haraldur með áhöfn sína frá Akranesi komu vel stemmdir til leiks í kvöld og gáfu sig alla í leikinn, en því miður voru strákarnir komnir í snjógallann hjá KFÍ og sigldu kútternum í strand í seinni hálfleik. Lokatölur 95-68.

 

Skagamenn voru í góðum málum strax í upphafi og hittu vel úr skotum sínum leiddir af Hallgrím Pálma sem hitti vel í þriggja stiga skotum sínum. Og þeir voru allir að gefa sig í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-15 og KFÍ drengirnir seinir í gang að undanskildum Craig sem var sjóðandi heitur. 

 

Sama baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og voru bæði lið að spila ágætlega, en þegar hlaupið var í tedrykkju í hálfleik var staðan 47-39 og svipur Pétur þjálfara sagði ýmislegt sem hann lét örugglega flakka því þegar menn komu til leiks í seinni hálfleik voru menn vel gyrtir og tilbúnir í dans. Þá þegar kom góður sprettur og eftir tveggja mínútna leik var staðan orðinn 52-39 og vönin að þéttast og staðan þegar haldið var til síðasta leikhluta var 69-55. 

 

Fjórði leikhluti var algjörlega eign KFÍ og sáust flott tilþrif frá öllum sem stigu á Jakann. Í endann skildu svo 27 stig liðin af og vinnusigur í höfn.

 

Bestir í kvöld hjá KFÍ voru Craig, Ari og Chris sem sýndi allar sýnar bestu hliðar fyrir utan sniðskot sem hann vill gleyma sem fyrst en fær það ekki. Chris endaði með 27 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar. Ari átti enn einn stórleikinn og var frábær á báðum endum vallarins. Hann lauk leik eð 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og ekki má gleyma risavöxnu vörðu skoti sem verður sett á leikbrot.is innan tíðar. Craig fór í gang og stýrði liðinu óaðfinnanlega og endaði með þrefalda tvennu, 19 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar. Siggi Haff ( 5 stig, 6 stoðsendingar), Jón Hrafn ( 10 stig, 4 fráköst og 3 stolnir) og Kristján Pétur voru þéttir í vörn og unnu sem einn maður. Hermann Óskar átti góða innkomu með 6 stig,  sem og Sævar Nonni, Hynur sem setti 2 stig og Gautur Arnar sem skoraði sín fyrstu 2 stig í efstu deild.. Sem sagt sigur heildarinnar og fór vörnin í gang í seinni hálfleik þar sem við héldum skagapiltum í 29 stigum.

 

Hjá drengjunum af skaganum var Mr. Watson með 24 stig og 14 fráköst, Áskell Jónsson átti góðan leik og endaði með 15 stig, Hallgrímur Pálmi setti 9 stig, Birkir Guðjónsson 6, Dagur Þórisson 5 stig og Sigurður Rúnar 4.

 

Maður leiksins að þessu sinni er Chris Miller-Williams. Þennan heiður fær hann fyrir frábæra hittni (71% í tveggja og 16 fráköst) Nokkrum millimetrum á eftir eru þeir Craig og Ari, en annars var liðið að spila vel saman þegar snjósleðinn fór í gang.

 

Góðir dómarar í kvöld voru þeir Hákon Hjartarson og Steinar Orri Sigurðsson

Deila