Fréttir

Yngri flokkar selja grænmeti fimmtudaginn 29. október

Körfubolti | 28.10.2015


Fyrsta fjáröflun vetrarins hjá yngri flokkum KFÍ fer fram fimmtudaginn 29. október en þá ætla krakkarnir að ganga í hús og selja grænmeti. Kartöflur í 2 kg pokum á 1000 krónur, gulrófur í 2 kg pokum á 1000 krónur og gulrætur, 1,3 kg í poka á 1000 krónur. Biðjum við fólk að taka vel á móti þessu unga íþróttafólki og kaupa af þeim hollt og gott grænmeti en afraksturinn af sölunni rennur í ferðasjóðinn þeirra.

Deila