Fréttir - Körfubolti

Heimaleikur gegn Hamri

Körfubolti | 27.10.2019
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.
Vestri mætir Hamri í öðrum heimaleik liðsins á tímabilinu á mánudag.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni á mánudaginn kl. 19:15. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki en Hamarsmenn hafa leikið 4 og Vestri 3. Hamarsmenn eru með sterkt lið og er spáð góðu gengi í vetur. Það er því afara mikilvægt að verja heimavöllinn og fá sem bestan stuðning úr stúkunni.

Nánar

Fjölmennt dómaranámskeið

Körfubolti | 21.10.2019
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.
Dómararnir Friðrik Árnason, lengst til vinstri og Bjarki Þór Davíðsson, lengst til hægri, ásamt myndarlegum hópi þátttakenda á grunnnámskeiði í dómgæslu, sem fram fór síðastliðinn laugardagsmorgun.

Ríflega tuttugu manns sóttu grunnnámskeið í dómgæslu í körfuknattleik, sem fram fór á Torfnesi á Ísafirði á laugardaginn var. Námskeiðið er samstarfsverkefni Körfuknattleikssambandsins og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og er miðað við tíundubekkinga og eldri. Tókst námskeiðið í alla staði afar vel og hafa þátttakendur nú lokið fyrsta hluta af þremur í dómaramenntun KKÍ og dómararfélagsins.

Nánar

Fyrsti heimaleikurinn: Vestri – Selfoss

Körfubolti | 17.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt þjálfurum.

Vestri tekur á móti Selfossi í fyrsta heimaleik liðsins í vetur, föstudaginn 18. október kl. 19:15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tímabilið framundan er spennandi. Lið Vestra er skipað skemmtilegri blöndu af ungum og efnilegum heimamönnum ásamt reyndum leikmönnum.

Nánar

Baldur Ingi snýr aftur

Körfubolti | 16.10.2019
Baldur Ingi Jónasson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra, handsala samninginn í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.
Baldur Ingi Jónasson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra, handsala samninginn í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.

Baldur Ingi Jónasson, félags- og vinnusálfræðingur, er genginn til liðs við þjálfarateymi Körfuknattleiksdeildar Vestra og mun hann m.a. sinna þáttum sem lúta að hugarþjálfun, sjálfsstyrkingu og þróun leikmanna meistaraflokks karla. Baldur Ingi mun jafnframt liðsinna yngri flokkum deildarinnar með ráðgjöf og fyrirlestrum um hugarþjálfun fyrir þjálfara deildarinnar og iðkendur eldri æfingahópa.

Nánar

Breikkum bakvarðasveit körfunnar

Körfubolti | 14.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.

Eins og gefur að skilja er í mörg horn að líta í upphafi tímabils og ljóst að annasamur vetur er framundan. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra ber hitann og þungan af rekstri deildarinnar og öllu utanumhaldi meistaraflokks. Til að gera tímabilið framundan sem skemmtilegast og árangursríkast leitar stjórn nú til stuðningsmanna Vestra eftir aðstoð við ýmis störf sem til falla, einkum í tengslum við heimaleiki.

Nánar

Körfuboltinn rúllar af stað!

Körfubolti | 04.10.2019
Vestri mætir Snæfelli í fyrsta leik á útivelli í kvöld.
Vestri mætir Snæfelli í fyrsta leik á útivelli í kvöld.

Í kvöld hefur meistaraflokkur karla í körfubolta leik í 1. deild Íslandsmótsins. Vestri mætir Snæfelli í Stykkishólmi kl. 19:15 og verður leikurinn sýndur beint á Snæfell-TV. Fyrsti heimaleikur liðsins fer svo fram 18. október þegar Selfoss kemur í heimsókn.

Nánar

Krakkakarfa á Patró og Bíldudal í boði Arnarlax

Körfubolti | 19.09.2019

Meistaraflokkur karla hjá Körfuknattleiksdeild Vestra  heldur í æfingaferð á sunnanverða Vestfirði um helgina. Fyrirtækið Arnarlax er einn af mikilvægum styrktaraðilum körfunnar og býður fyrirtækið krökkum á svæðinu á á tvær körfuboltaæfingar í tilefni af heimsókninni.

Nánar

Frábær byrjun í körfunni

Körfubolti | 10.09.2019
Körfuboltadagur Kkd. Vestra hefur sjaldan verið fjölmennari en í ár.
Körfuboltadagur Kkd. Vestra hefur sjaldan verið fjölmennari en í ár.

Það var svo sannarlega handagangur í öskjunni í íþróttahúsinu á Torfnesi í gærkvöld þegar á annað hundrað manns - börn og fullorðnir mættu á hinn árlega Körfuboltadag Kkd. Vestra. Dagurinn markar jafnan upphaf körfuboltatímabilsins og hefur hann sjaldan verið fjölmennari. Vel yfir 100 börn sprelluðu í salnum undir stjórn þjálfara yngri flokkanna ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og stúlknaflokks. Að því loknu var slegið upp pylsuveislu í boði barna- og unglingaráðs og styrktaraðila deildarinnar og hurfu 200 pylsur eins og dögg fyrir sólu.

Nánar

Körfuboltadagur Vestra

Körfubolti | 06.09.2019
Allir velkomnir á Körfuboltadag Vestra.
Allir velkomnir á Körfuboltadag Vestra.

Hinn árlegi Körfuboltadagur Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudaginn kemur, 9. september kl. 18-19:30. Dagurinn markar upphaf vetrarstarfsins í körfunni þar sem þjálfarar yngri flokka og leikmenn meistaraflokks karla halda uppi stuðinu inni í sal á meðan barna- og unglingaráð undirbýr pylsugrill fyrir alla gesti. Spáný æfingatafla körfunnar liggur frammi og eru áhugasamir nýliðar og foreldrar þeirra boðnir sérstaklega velkomnir að koma og kynna sér starf deildarinnar.

Nánar

Æfingatafla körfunnar tilbúin

Körfubolti | 30.08.2019
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2019-2020.

Æfingatafla KKd. Vestra fyrir veturinn 2019-2020 er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni á mánudaginn kemur, 2. september. Boðið er upp á æfingar í öllum aldursflokkum frá 1. bekk og upp í meistaraflokk karla en alls eru æfingahóparnir 14 talsins. Einnig er íþróttaskóli Árna Heiðars starfræktur undir merkjum deildarinnar.  Æfingar yngri flokka eru öllum opnar og eru nýir iðkendur boðnir sérstaklega velkomnir.

Nánar