Sumaræfingar Kkd. Vestra hefjast á mánudaginn kemur og standa til 9. júlí. Hefur framboð á sumaræfingum fyrir iðkendur félagsins aldrei verið meira. Alls er boðið upp á fjórar æfingar í viku í samfellt fimm vikur. Æft er í þremur aldurshópum og eru yngstu iðkendurnir fæddir 2010, en það eru verðandi fimmtubekkingar í grunnskóla. Stelpur og strákar æfa saman. Alla æfingatímana má sjá á meðfylgjandi mynd.
Nánar
Króatíski miðherjinn Marko Dimitrovic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra. Marko kom til liðs við Vestra síðastliðið haust og lék í stöðu miðherja og framherja jöfnum höndum.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2020 verður haldinn þriðjudaginn 2. júní. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 18:00.
NánarSænski framherjinn Gabriel Adersteg hefur skrifað undir samning við Vestra. Gabriel lék síðasta tímabil með Snæfelli í fyrstu deildinn en lék þar áður í Ítölsku C deildinni. Gabriel er vinnusamur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er mikill liðsspilari. Körfuknattleiksdeild Vestra býður Gabriel velkominn til leiks og hlakkar til samstarfsins.
NánarMiðherjinn Nemanja Knezevic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra og leikur því með liðnu á komandi tímabili.
NánarKæru stuðningsmenn og velunnarar Körfuknattleiksdeildar Vestra. Eins og flestum er kunnugt kemur hið fordæmalausa ástand, sem öll heimsbyggðin upplifir nú, afar illa niður á íþróttafélögum. Við vitum að karfan á Ísafirði á stóran hóp af fyrrum leikmönnum, stjórnarfólki og stuðningsmönnum um allt land, og jafnvel víðar. Því langar okkur að freista þess að leita eftir aðstoð ykkar við að rétta fjárhaginn þannig við að loka megi rekstri tímabilsins með viðunandi hætti og koma þannig sterkari til leiks í haust.
NánarStjórn Körfuboltabúða Vestra hefur ákveðið að fresta búðunum um tvo mánuði í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Búðirnar munu fara fram dagana 6.-11. ágúst með sama sniði og síðustu tólf ár.
NánarStjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra og Pétur Már Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks karla, hafa ákveðið að Pétur muni stýra liðinu áfram á næsta leiktímabili. Þrátt fyrir óvissutíma framundan telur stjórn mikilvægt að bíða ekki með undirbúning næsta tímabils enda mikilvægt að tryggja sem mestan stöðugleika í starfsemi deildarinnar.
NánarRíflega þrjátíu iðkendur í yngstu aldurshópum Vestra eru á leið á hið árlega Nettómót á Suðurnesjunum, sem er langstærsti körfuboltaviðburður landsins. Í ár fagnar mótið 30 ára afmæli og verður enn meira um dýrðir af því tilefni. Áratugalöng hefð er fyrir þátttöku Vestra á mótinu.
NánarVestri lagði Skallagrím úr Borgarnesi að velli í kvöld í hröðum og skemmtilegum leik á Ísafirði 99-80 í gærkvöldi. Þetta var frestaður leikur sem átti upphaflega að fara fram þann 20. desember síðastliðinn.
Nánar