Loksins er komið að fyrsta heimaleik Vestra á nýju ári þegar Álftanes kemur í heimsókn og mætir Vestra í 1. deild karla í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19:15, föstudaginn 24. janúar. Grillið verður orðið heitt upp úr 18:30 með ljúffengum Vestraborgurum að vanda.
NánarEf allt gengur upp verða þrír heimaleikir spilaðir í yngri flokkum Kkd. Vestra um helgina. Stúlknaflokkur byrjar og tekur á móti Breiðablik í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl. 13 á morgun, laugardag. Síðar um daginn eða kl. 16 fer fram bikarleikur í 10. flokki stúlkna á Torfnesi þar sem Vestrastúlkur mæta stöllum sínum í Fjölni/KR. Þau lið hittast svo aftur á sunnudagsmorgun kl. 11 í deildarleik og fer hann fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Síðasta viðureign helgarinnar átti að vera leikur drengjaflokks Vestra gegn Valsmönnum á sunnudagseftirmiðdag en honum hefur verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár og óvissu um ferðaveður fyrir gestina á sunnudagskvöld.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við bakvörðinn Toni Jelenkovic um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.
NánarHin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Að þessu sinni er jólakarfan fyrir iðkendur frá 10. bekk og upp úr. Fjörið hefst klukkan 10:30 og stendur til kl. 11:45.
NánarÞað var sannarlega jólastuð á Torfnesi í gærkvöld þegar yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Vestra blésu til Jólakörfu þar sem yngstu og elstu iðkendurnir skemmtu sér saman með þjálfurum yngri flokka. Settar voru upp allskyns stöðvar og svo var skipt í lið og spilað dágóða stund. Allir voru leystir út með mandarínum að sprellinu loknu.
NánarVestri tryggði sér fjórða sæti 1. deildarinnar með góðum sigri á á Selfossi í gær.
NánarFimmtudaginn 5. desember mætir Vestri úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta. Nú þurfum við að fá alla stuðningsmenn í húsið til að hvetja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:15.
NánarVestri á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta sem koma saman á milli jóla og nýjárs. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru í æfingahópi U18 drengja og Gréta Proppé Hjaltadóttir er í æfingahópi U16 stúlkna.
NánarSíðastliðinn föstudag tók Vestri á móti Snæfelli í 1. deild karla í körfubolta. Leiknum lauk með öruggum sigri Vestra 96-77. Næsta verkefni er bikarleikur í 16 liða úrslitum gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis fimmtudaginn kemur.
NánarVestri tekur á móti Snæfelli í dag í 1. deild karla í körfubolta í íþrótthúsinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15 en grillið verður orðið heitt um 18:30 með ljúffenga Vestraborgara.
Nánar