Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við framherjann Julio de Assis um að leika með liðinu í úrvalsdeild á komandi tímabili. Julio de Assis er með spænskt og angólskt ríkisfang og hefur leikið allan sinn feril á Spáni. Hann hefur reynslu úr næst efstu deild á Spáni, LEB-Gold og úr deildinni þar fyrir neðan LEB-Silver auk EBA deildinni þar í landi. Þá á hann einnig að baki nokkra leiki fyrir angólska landsliðið.
NánarMiðherjinn Nemanja Knezevic hefur endurnýjað samning sinn við Vestra og tekur því slaginn með liðinu í úrvalsdeild á komandi tímabili.
NánarGríski þjálfarinn Dimitris Zacharias og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa komist að samkomulagi um að hann þjálfi hjá félaginu á komandi leiktíð.
NánarSkömmu eftir að Vestri tryggði sér sæti í úrvalsdeild í síðasta mánuði komust Körfuknttleiksdeild Vestra og Pétur Már Sigurðsson að samkomulagi um að hann verði áfram í herbúðum Vestra.
NánarHilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa samið við Vestra um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á komandi tímabili. Þeir bræður voru lykilmenn í liðinu seinnihluta síðasta tímabils og áttu stóran þátt í því að tryggja sæti í úrvalseildinni í vor.
NánarVestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í öðrum leik liðanna um laust sæti í Dominosdeild karla á laugardaginn kl. 19:15. Hamarsmenn leiða einvígið eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli en sigra þarf þrjá leiki.
Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í baráttunni og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana. Loksins verða Vestraborgarar aftur á boðstólnum fyrir leik. Grillið verður orðið heitt um kl. 18:30.
NánarÍ kvöld hefst viðureign Vestra og Skallagríms í undanúrslitum fyrstu deildar karla. Vestri er með heimavallarrétt og því fer leikurinn fram hér á Ísafirði og hefst kl. 19:15.
NánarRisastór körfuboltahelgi er framundan á Ísafirði. Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik í úrslitum 1. deildar þegar liðið mætir Fjölni í 8-liða úrslitum á laugardaginn kl. 15. Meistaraflokkur kvenna leikur svo strax í kjölfarið sinn síðasta deildarleik, kl. 18:00, þegar Ármenningar koma í heimsókn en úrslitakeppnin hjá stelpunum hefst svo í næstu viku. Að lokum er rétt að nefna að fjölliðamót í 7. fokki stúlkna fer einnig fram um helgina í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardags- og sunnudagsmorgun.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2021 verður haldinn sunnudaginn 9. maí. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 17:00.
NánarMeistaraflokkur kvenna tekur á móti Tindastól í 1. deild, laugardaginn 1. maí, kl. 15:00. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Miðasala á Stubbi fyrir fullorðna og ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.
Nánar