Fréttir - Körfubolti

KKÍ 60 ára í dag

Körfubolti | 29.01.2021
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 60 ára afmæli.
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 60 ára afmæli.

Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað þann 29. janúar árið 1961 og fagnar sambandið því 60 ára afmæli í dag. Af því tilefni ritar Hannes Jónsson, formaður, afmælispistil á vef sambandsins þar sem hann fer m.a. yfir þann mikla vöxt sem orðið hefur í íþróttinni á liðnum árum. Pistillinn fylgir hér að neðan.

Körfuknattleiksdeild Vestra sendir hugheilar afmælisóskir til stjórnar og starfsfólks KKÍ og til hreyfingarinnar allrar. Áfram íslenskur körfubolti!

Nánar

Vestrabúðum frestað um ár

Körfubolti | 26.01.2021
Mikil gleði ríkit í Körfuboltabúðum Vestra vorið 2019. Engar búðir verða haldnar í ár vegna Covid-19 og stefnan þess í stað tekin á vorið 2022.
Mikil gleði ríkit í Körfuboltabúðum Vestra vorið 2019. Engar búðir verða haldnar í ár vegna Covid-19 og stefnan þess í stað tekin á vorið 2022.

Framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að halda ekki Vestrabúðirnar í ár en koma þess í stað tvíefld til leiks með búðirnar á hefðbundnum tíma í júníbyrjun 2022.

Nánar

Fyrstu heimaleikirnir í beinni útsendingu!

Körfubolti | 14.01.2021

Eftir langa bið er körfuboltinn loksins að fara af stað á ný! Fyrstu heimaleikir Vestra fara fram nú um helgina. Strákarnir mæta Selfossi á föstudag kl. 19:15 og stelpurnar mæta Grindavík á laugardag kl. 12:15.

Nánar

Linda Marín komin heim

Körfubolti | 13.01.2021
Linda Marín í leik með KFÍ 2015. Linda kemur með mikla reynslu í ungan hóp Vestra.
Linda Marín í leik með KFÍ 2015. Linda kemur með mikla reynslu í ungan hóp Vestra.

Bakvörðurinn Linda Marín Kristjánsdóttir er gengin til liðs við Vestra. Linda er fædd árið 1999 og er alin upp innan raða forvera Vestra, Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Hún hóf meistaraflokksferilinn ung að árum með KFÍ árið 2013 en þann vetur var liðið einmitt undir stjórn Péturs Más Sigurðssonar, núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Vestra.

Nánar

Arna Hrönn bætist í hópinn

Körfubolti | 02.10.2020
Skallagrímskonan Arna Hrönn Ámundadóttir kemur til liðs við Vestra.
Skallagrímskonan Arna Hrönn Ámundadóttir kemur til liðs við Vestra.

Bakvörðurinn Arna Hrönn Ámundadóttir bætist í leikmannahóp meistaraflokks kvenna hjá Vestra. Arna Hrönn er fædd árið 2001 og hefur spilað upp alla yngri flokka hjá Skallagrími en verið hluti af meistaraflokki bikarmeistaranna undanfarin fimm ár þrátt fyrir ungan aldur.

Nánar

Helena til liðs við Vestra

Körfubolti | 30.09.2020
Helena leikur með Vestra í vetur.
Helena leikur með Vestra í vetur.

Helena Haraldsdóttir er gengin til liðs við Vestra í gegnum venslasamning við KR. Helena æfði og lék upp alla yngri flokka með KFÍ og Vestra en gekk til liðs við KR síðastliðið haust.

Nánar

Söguleg helgi á Sauðárkróki

Körfubolti | 27.09.2020
Vestri gerði góða ferð á Krókinn. Vann einn leik og tapaði einum.
Vestri gerði góða ferð á Krókinn. Vann einn leik og tapaði einum.

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra gerði góða ferð til Sauðárkróks um helgina og lék tvo leiki gegn heimastúlkum í Tindastóli. Ferðin var svo sannarlega söguleg því fyrri leikurinn, sem fram fór á laugardag, var fyrsti meistaraflokksleikur kvennaliðs félagsins undir merkjum Vestra. Seinni leikurinn var ekki síður sögulegur því í honum gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og lönduðu fyrsta sigri meistaraflokks kvenna undir merkjum Vestra.

Nánar

Stelpurnar hófu leik í dag!

Körfubolti | 26.09.2020
Stelpurnar spiluð sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í dag!
Stelpurnar spiluð sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í dag!

Meistaraflokkur kvenna hóf leik á Íslandsmótin í 1. deild á Sauðárkróki í dag. Sögulegur leikur því þetta fyrsti meitaraflokksleikur Vestra í kvennaflokki í körfubolta. Leiknum lauk með tapi okkar stúlkna 74-54.

Nánar

Gunnlaugur tekur slaginn í vetur

Körfubolti | 25.09.2020
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.
Gulli tekur slaginn í vetur með Vestra.

Framherjinn Gunnlaugur Gunnlaugsson tekur slaginn í vetur með Vestra. Gulla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Vestra enda uppalinn innan raða KFÍ og á að baki yfir 130 deildarleiki fyrir Vestra og KFÍ. 

Nánar

Arnaldur gengur til liðs við Vestra

Körfubolti | 16.09.2020
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.
Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra.

Arnaldur Grímsson er genginn til liðs við Vestra og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili í 1. deildinni. Arnaldur er 18 ára gamall framherji sem mun styrkja og breikka hópinn fyrir komandi tímabil.

Nánar