Fréttir

Enn gera Vestra púkar garðinn frægann.

Sund | 15.03.2010 Við hjá Vestra erum afar stolt þegar vel gengur hjá félögum okkar.
Í þetta sinn var það yfirþjálfarinn okkar sem gerði sér lítið fyrir og nældi sér í nafnbótina ,,Íþróttamaður Bolungarvíkur´" fyrir árið 2009.
Við látum eftirfarandi frétt fylgja með sem birtist á bb.is og segjum í leiðinni
TIL HAMINGJU MEÐ TITILLINN OG GLÆSILEGAN ÁRANGUR BENNI!

Benedikt íþróttamaður ársins í Bolungarvík
Benedikt Sigurðsson var útnefndur íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2009 við hátíðlega athöfn í Einarshúsi í Bolungarvík á laugardag. Benedikt hefur náð góðum árangri í þríþraut og langhlaupum á síðustu misserum. Má þar nefna brautarmet sem hann sló í hálfri þríþraut sem var haldin að Laugum í Þingeyjarsveit í ágúst. Á því móti náði Benedikt einnig besta tíma frá upphafi í 750 metra sundi sem hann synti á 10 mínútum og 35 sekúndum. Auk þess að ná góðum árangri sjálfur hefur Benedikt stuðlað að eflingu íþrótta hjá ungmennum en hann kom til að mynda að skipulagningu inni-þríþrautar fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára.

Sex voru tilnefndir sem íþróttamaður ársins í Bolungarvík, auk Benedikts voru það körfuboltamaðurinn Guðmundur Jóhann Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn Óttar Bjarnason, kylfingurinn Rögnvaldur Magnússon og dansararnir Þórunn Sigurðardóttir og Tinna Guðmundsdóttir.

Deila